Ferðalok
Pocketbok. Vaka Helgafell. 2024. 267 sidor.
Nyskick.
Skáld fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar. Að morgni er hann færður á spítala þar sem hann liggur fársjúkur og rifjar upp sælar og sárar stundir ævi sinnar. Á hugann leita meinleg örlög smaladrengs í sveitinni heima en fornar ástarraunir svífa líka um hugskotið, allt sem var sagt og ósagt.
Ferðalok er söguleg skáldsaga um misjöfn kjör og hverfula gæfu, spunnin út frá ævi þjóðskáldsins Jónasar og einkennilegum atburðum sem urðu í Öxnadal þegar hann var ungur. Frásögnin birtir nýja og magnaða sýn á skáldið og það samfélag sem fóstraði hann, jafnt í solli stórborgarinnar sem fátækri sveit á norðurhjara andstæður sem mótuðu bæði manninn og verk hans.
Arnaldur Indriðason hefur verið vinsælastur íslenskra höfunda heima og erlendis í aldarfjórðung. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál og selst í tugmilljónum eintaka. Ferðalok er tuttugasta og áttunda skáldsaga hans. Arnaldur hefur hlotið margvíslegan heiður fyrir verk sín, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og má því heita við hæfi að hann rýni nú í sögu skáldsins
Förlagsfakta
- ISBN
- 9789979228417
- Titel
- Ferðalok
- Författare
- Arnaldur Indriðason
- Utgivningsår
- 2024
- Omfång
- 267 sidor
